Lögfræði
Að baki ERA stendur Elfur Logadóttir, lögfræðingur, með hefðbundna – og óhefðbundna – lögfræðimenntun að baki. Hún er með fullnaðarpróf í lögum frá Háskólanum í Reykjavík og framhaldsmenntun í upplýsingatæknirétti frá Háskólanum í Osló. Hún er rafræn, hún er stafræn, hún er skipulögð og hún er með umtalsverða þekkingu og reynslu af störfum á sviði upplýsingatækniréttar; rafrænna undirskrifta, persónuverndar, rafrænna viðskipta, samningagerðar og fyrirtækjaréttar almennt (starfsmannamál, félagaréttur, skattskil, ofl.).
Hún er til samstarfs reiðubúin, ef þú þarft á því að halda.