Reglustjórn

Það er flókið að veita traustþjónustu. Í hverju fyrirtæki sem veitir slíka þjónustu þarf reglustjórn. Reglurnar eru margar, þær eru flóknar og þær eru víða. Þegar við reglurnar bætast kröfur sem byggja á stöðlum, þá er auðvelt að fallast hendur.

Reglustjórn (e. policy authority) svipar um sumt til regluvörslu eins og hún þekkist í fjármálakerfinu en er í grunninn annars eðlis. Reglustjórn traustþjónustuveitanda tekur ákvarðanir og ber ábyrgð á þeim rekstrarþáttum sem traustið byggir á og passar á sama tíma að allt fyrirtækið vinni í samræmi við kröfusafn traustþjónustunnar.

Við erum sérfræðingar í kröfusafni traustþjónustu og skipulagningu reglustjórnar traustþjónustuveitenda. Við vinnum með þér að þinni reglustjórn. Þín ferli, þitt verklag, þín traustþjónusta.