Traustþjónusta
Traust er lykilatriði í heimi nútímaviðskipta, fátt er jafnt mikilvægt. Traustþjónusta er nýtt hugtak í íslensku samfélagi. Traustþjónusta lýsir þjónustu sem, með staðfestu og vottun, eykur tiltrú og traust í rafrænum samskiptum.
Hún er þétt handtak í rafrænum heimi. Allir aðilar verða að geta treyst því að upplýsingar séu réttar, nákvæmar og að um þær ríki fullkominn trúnaður. Í krafti sérþekkingar og reynslu aðstoðar ERA þig við að eyða réttaróvissu og uppfylla stórauknar innlendar og alþjóðlegar kröfur um traust í rafrænum viðskiptum, rafrænni verslun og rafrænni auðkenningu.
Áreiðanleiki, trúmennska og virðing eru grundvöllur alls viðskiptatrausts. Rekur þú fyrirtæki sem veitir traustþjónustu? Uppfyllir fyrirtæki þitt þær ströngu kröfur sem gerðar eru til traustþjónustuveitenda, fullgildra sem annarra? ERA hefur frumkvöðlareynslu af því að útfæra verklagsreglur og verkferla til að tryggja samhæfni, hagkvæmni og réttaráhrif traustþjónustu. ERA þekkir reglurnar og kröfurnar sem gerðar eru. Stefndu rafrænum viðskiptum ekki í hættu, skipulegðu traust viðskipti með sannreyndri, árangursríkri sérfræðiþjónustu.