Stoðþjónusta

Skilvirkt, gott ferli er draumur flestra í rekstri. Við erum góð í mótun ferla. Með sérþekkingu ERA á rafrænum viðskiptum og hagnýtingu upplýsingatækninnar við fjármálaþjónustu og aðra verkefnastjórnun, mótum við framsækna tæknilega verkferla sem spara vinnu, tíma og fyrirhöfn. Við veitum bókhaldsþjónustu sem kaupir þér tíma. Við skilum þér meiri nútíma og minni fyrirhöfn.

Við komum sterk inn í stjórnun! Reynsla okkar af fjármálaþjónustu fyrir minni og meðalstór fyrirtæki segir okkur þetta: Fyrirtæki kjósa öflugan frumkvöðul sem vakir yfir hagsmunum þeirra. Stjórnendur kalla eftir hærra þjónustustigi, nánara samstarfi. Við erum fólkið sem fyrirbyggir en við erum líka fólkið sem gengur í málin og leysir þau fyrir þig ef vandamál koma upp.

ERA býður framsækna stoðþjónustu fyrir fyrirtæki sem vilja áreiðanlegar bókhaldsupplýsingar meðhöndlaðar með rafrænum hætti af fullkomnu trausti. Við veitum bókhaldsráðgjöf og rekstrarráðgjöf, vinnum ársreikninga, skattskil, skilagreinar, afstemmingar og aðstoðum við reikningagerð og uppgjör.

Umfram allt erum við sérfræðingar í að byggja upp traust í rafrænum viðskiptum og rafrænum ferlum. Setjum skýrar reglur og mörk og ferlum okkur framhjá flækjum. Þannig búum við til hagkvæmara og nútímalegra bókhald.