Um okkur
Sá sem sagði að rafræn viðskipti væru framtíðin stofnaði traustþjónustu. ERA er viðskiptaþjónusta nýrra tíma með sérþekkingu á viðskiptatrausti í víðum skilningi laga, fjármála og tækni. ERA býður fágæta sérþekkingu á sviði traustþjónustu og reglustjórnar.
Gott samstarf byggir á trausti. ERA leggur mikinn metnað í að ávinna sér það traust og viðhalda því. Í því liggja verðmæti þess orðspors sem ERA hefur þegar byggt upp með samstarfi við fyrirtæki á markaðnum sem gera sérstakar kröfur til ábyrgðar, öryggis og trausts.
ERA er jafnframt framsækin tæknimiðuð stoðþjónusta með áherslu á bókhald. Starfsmenn okkar hafa yfirgripsmikla reynslu af fjármálum og fjármálaþjónustu og eru sérmenntaðir á því sviði.
Náið samstarf við öflugt fyrirtæki með afburðaþekkingu á markaðssamskiptum víkkar starfssvið okkar og yfirsýn.